
Ég elska skipulag og hef meira að segja verið kölluð kassalaga – en ég elska kassa, helst merkta og litakóðaða. Ég er bæði verkfræðingur og tölvunarfræðingur sem þrífst best í skapandi störfum þar sem ég fæ að styðja hugmyndríkt fólk að ná draumunum sínum.
Þjónusta.
Sýnileikaráðgjöf.
Ég hef áhuga á því að aðstoða þig að vera sýnilegri. Hvort sem það er sem einstaklingur, fyrirtæki, áhrifavaldur eða eitthvað allt annað. Í gegnum nám og störf mín hef ég lagt áherslu á vera sýnileg og vil ég aðstoða fólk að gera það sama - og þannig aðstoða þig að ná draumunum þínum!
Fundarstjórnun.
Hægt er að bóka mig sem fundarstjóra fyrir allskonar viðburði ásamt því að ég aðstoða með skipulagningu viðburða og vinnustofa. Frá því að hafa starfað sem hakkaþonráðgjafi til þess að vera í stjórn UAK og Ský hef ég alltaf haft áhuga á því að gera viðburði áhrifaríka og skapa góða stemningu.