
UM mig.
Hæ! Ég heiti Kristjana og hef sinnt allskonar hlutverkum í gegnum tíðina.
Hér ætla ég að útskýra hvað ég geri með áherslu á hvernig ég get aðstoðað þig að láta draum þína rætast.
Ég starfa sjálfstætt sem ráðgjafi og fundarstjóri ásamt því að vera umboðsmaður og fyrirtækjaeigandi. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um mig og samfélagsmiðlana mína ásamt Gelluvinnustofunni og umboðsskrifstofuna Atelier Agency.
Hver er Kristjana?
Eins og flestir Íslendingar ber ég allskonar mismunandi hatta og til þess að gera þetta allt skiljanlegra kynni ég hér til leiks þrjár Kristjönur: verkfræðingurinn, samfélagsskaparinn og umboðsmaðurinn!
meira um mig.
Ég elska skipulag og hef meira að segja verið kölluð kassalaga – en ég elska kassa, helst merkta og litakóðaða. Á síðustu árum hef ég uppgötvað að ég er ekki bara kassalaga heldur líka skapandi. Hvort sem það kemur fram í hlaðvörpunum sem ég held úti, Gelluvinnustofunum sem ég stofnaði eða að keyra krefjandi verkefni áfram, þá gefur mér ekkert meira orku en að sjá hlutina allt í einu smella saman. Að koma að stofnun Ada og Reboot Hack kenndi mér að ég þrífst best þar sem tækni og fólk mætast. Ég finn mig best við að koma skipulagi á kaos, þar sem hugmyndir verða að veruleika og fólk fær að vera það sjálft.
ræðum þetta yfir bolla.
Sendu mér endilega línu eða bókaðu mig - við tökum bolla og förum yfir hvernig ég get aðstoðað þig!